Viðskiptaráð Íslands

Ný lög auka byrðar á íslensk fyrirtæki

Viðskiptaráð Íslands hefur sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um persónuvernd ásamt Samtökum Atvinnulífsins, Samorku, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum fjármálafyrirtækja, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins og Samtökum verslunar og þjónustu.

Frumvarpið til nýrra persónuverndarlaga felur í sér innleiðingu á nýrri reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins, svo nefnd persónuverndarreglugerð.

Samtökin hafa áður komið á framfæri athugasemdum við frumvarpið, og hafa breytingar á því hingað til verið til bóta. Þó standa eftir mikilvæg atriði sem þarfnast lagfæringa.

Reglugerðin leggur verulega auknar byrðar á íslensk fyrirtæki og leiðir óhjákvæmilega til mikils kostnaðarauka fyrir atvinnulífið. Ríki hafa svigrúm til að ákveða með hversu íþyngjandi hætti reglurnar eru innleiddar, en með frumvarpinu eru lagðar ríkari skyldur á fyrirtæki á Íslandi en í öðrum löndum Evrópu. Að sama skapi er það svigrúm sem reglugerðin heimilar til setningu ívilnandi undanþáguheimilda ekki nýtt nema að mjög litlu leyti. Slíkt skerðir samkeppnishæfi íslenskra fyrirtækja. Samtökin leggja því til nokkrar breytingar, en hvetja þó eindregið til þess að frumvarpið verði að lögum nú í vor.

Lesa umsögn í heild sinni

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024