Frosti Ólafsson hefur verið ráðinn hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Hann lærði hagfræði við Háskóla Íslands og Macquarie University í Sydney. Frosti starfaði áður hjá gjaldeyris- og afleiðumiðlun Landsbanka Íslands.
Halldór Benjamín Þorbergsson, sem verið hefur hagfræðingur ráðsins síðan á fyrri hluta ársins 2005, hverfur til annara starfa innan samstæðunnar Milestone ehf.