Viðskiptaráð Íslands ákvað að senda ekki út jólakort til félagsmanna og færa í stað þess samtökunum Hugarafli styrk.
Hugarafl hefur starfað að málefnum tengdum bataferli geðsjúkra og valdeflingu. Ein af þeim hugmyndum sem hafa verið á teikniborðinu er stofnun Hlutverkaseturs og ákvað Viðskiptaráð að eyrnamerkja styrkinn því verkefni. Meginmarkmið með rekstri Hlutverkaseturs er að efla virkni og þátttöku geðsjúkra einstaklinga í daglegum störfum. Þannig er ætlunin að geðsjúkir geti mótað þjónustu, tekið þátt í nýsköpun og skapað störf þar sem þeirra sérþekking er nýtt. Með því móti er þeim einstaklingur veittur stuðningur við að koma sér aftur inn í atvinnulífið, öllum til hagsbóta.
Á myndinni má sjá Höllu Tómasdóttir, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, afhenda Auði Axelsdóttir styrkinn.