Viðskiptaráð Íslands

Aðalfundur Viðskiptaráðs

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 13. febrúar nk. kl. 11:00. Þá mun jafnframt fara fram Viðskiptaþing Viðskiptaráðs kl. 13:00 sem að þessu sinni er haldið undir yfirskriftinni „Krónan – byrði eða blóraböggull“?

Samkvæmt 9. gr. laga Viðskiptaráðs er dagskrá aðalfundar sem hér segir:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar bornir upp til samþykktar.
3. Úrslit formanns- og stjórnarkjörs tilkynnt.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning kjörnefndar.
6. Tekju- og gjaldaáætlun kynnt og árgjöld ákvörðuð.
7. Önnur mál.

Athygli félagsmanna er vakin á því að frestur til að skila inn lagabreytingatillögum rennur út 11. janúar nk. og frestur til að skila inn framboði til embættis formanns rennur út 23. janúar nk.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu ráðsins í síma 510-7100.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026