Skrifstofa Viðskiptaráðs verður lokuð á morgun vegna Viðskiptaþings
Árlegt Viðskiptaþing fer fram á morgun, fimmtudaginn 9. febrúar, og verður skrifstofa Viðskiptaráðs lokuð af þeim sökum. Rafræn upprunavottorð verða þó afgreidd með hefðbundnum hætti en útprentuð vottorð verða einungis afgreidd á milli kl. 9 og 11.
Við hlökkum til að taka á móti þinggestum á Hilton Reykjavík Nordica á morgun. Uppselt er á Viðskiptaþing og ljóst að mikil eftirvænting ríkir fyrir dagskrá þingsins.
Viðskiptaþing 2023 mun fjalla um orkumál og það hvort Íslendingar hafi sofnað á verðinum í þeim efnum. Viðskiptaráð telur enga ástæðu til orkuleysis og leggur því áherslu á að leita lausna með aðstoð fulltrúa fyrirtækja og sérfræðinga.
Á þinginu verður leitast við að varpa ljósi á tækifæri til orkunýtingar og leiðir til að yfirstíga hindranir með það að markmiði að skapa nauðsynleg verðmæti fyrir samfélagið allt. Meðal umfjöllunarefna eru tengsl orkuframboðs og lífsgæða, orkuöryggi og byggðamál, nýsköpun og bætt nýting, sem og samkeppnisstaða á orkumarkaði.
Nánari upplýsingar um Viðskiptaþing má finna hér.