Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð fagnar væntanlegu frumvarpi um endurgreiðslu innflutningsgjalda

Viðskiptaráð fagnar því að vinna sé á lokastigi innan fjármálaráðuneytisins að frumvarpi sem gerir ráð fyrir endurgreiðslu hluta af innflutningsgjöldum ef bifreiðar eru seldar úr landi.

Viðskiptaráð hefur fjallað um málefnið, en í desember á síðasta ári gaf Viðskiptaráð út skoðun undir yfirskriftinni Íslenska bílaþjóðin – ný útflutningsgrein á Íslandi. Þar lagði ráðið til að endurútflutningur bifreiða yrði gerður hagkvæmari í ljósi vaxandi birgðastöðu innanlands. Þannig taldi ráðið að gera ætti breytingar á regluverki þannig að þeim aðilum sem flytja út bifreiðar yrði gert kleift að fá virðisaukaskatt og vörugjöld sem hlutfall af söluverðmæti þeirra endurgreidd við útflutning. Slíkur útflutningur hefði margvíslega kosti í för með sér, en þar má helst nefna bættan vöruskiptajöfnuð, gjaldeyristekjur, jákvæð áhrif á umhverfið og aukið umferðaröryggi.

Viðskiptaráð leggur á það ríka áherslu að þetta frumvarp verði að lögum sem allra fyrst og mun leggja lóð sín á vogarskálarnar til að svo verði.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024