Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar áform um endurskipulagningu stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Ráðið fagnar áður framlögðum frumvörpum og hvetur stjórnvöld til að halda áfram með frekari sameiningu stofnana, efla samstarf þeirra og samþætta verkefni með það að markmiði að bæta þjónustu og auka hagkvæmni í rekstri.