Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp sem kveður á um hækkun starfslokaaldurs starfsmanna ríkisins, úr 70 árum í 73 ár.
Viðskiptaráð styður frumvarpið og að atvinnutækifæri séu tryggð fyrir þann hluta eldra fólks sem vill og er fær um að vinna lengur. Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái fram að ganga.