Viðskiptaráð Íslands

Gjaldeyrismál

Staðan á gjaldeyrismarkaði er lítið breytt og er temprun gjaldeyrisútflæðis enn við lýði. Bankarnir þrír geta að einherju leyti sinnt erlendri greiðslumiðlum um hjáleið í gegnum Seðlabankann en miðlunin er óábyggileg. Þó eru einhverjar fregnir af því að liðkast hafi til í þessum málum undanfarna daga. Sparisjóðabankinn býr sem fyrr yfir greiðslumiðlunarkerfi sem virkar vel í flestum myntum, þó enn séu talsverðir hnökrar á greiðslum milli Íslands og Bretlands.

Vonir standa til um að ísland nái endanlegu samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í næstu viku og þá er líklegt að ástandið á gjaldeyrismarkaði batni til muna. Samkomulaginu fylgir gjaldeyrislán frá sjóðnum sem og fleiri aðilum og verða peningarnir notaðir til að efla gjaldeyrisvarasjóðinn. Þetta mun flýta fyrir því að eðlileg gjaldeyrisviðskipti geti hafist á ný. Þá bárust fréttir af því í dag að Ísland hefði sótt um lán úr neyðarsjóði Evrópusambandsins, en ef Ísland fær úthlutun úr sjóðnum mun það einnig greiða fyrir því að eðlilegar aðstæður skapist á gjaldeyrismarkaði.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024