Gjaldfrestur á aðflutningsgjöldum og álag vegna staðgreiðslu

Samkvæmt fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu frá því á föstudaginn síðasta þá samþykkti ríkisstjórnin frumvarp fjármálaráðherra um tímabundnar breytingar á tollalögum. Frumvarpið veitir virðisaukaskattskyldum aðilum er gjaldfrest á hluta af aðflutningsgjöldum, þ.m.t. vsk., vegna innflutnings á tímabilinu september til október 2008. Greiðsla vegna þeirra féll í gjalddaga í dag, 17. nóvember, en þess í stað er aðilum heimilt að standa skil á greiðslunni með þremur jöfnum greiðslum, sú fyrsta gjaldfél í dag, sú næsta þann 15. desember 2008 og þriðja greiðslan þann 15. janúar 2009. Þeir sem kjósa að fara þessa leið greiða almenna meðalvexti af þeim hluta greiðslunnar sem frestað er í stað dráttarvaxta. Fjármálaráðherra hefur beint þeim tilmælum til tollyfirvalda að þau loki ekki fyrir tollafgreiðslu hjá þeim sem standa í skilum við aðflutningsgjöld í samræmi við ofangreint á meðan frumvarpið er til meðferðar á Alþingi.

Að auki við ofangreint hefur fjármálaráðuneytið beint þeim tilmæli til skattstjóra og tollstjóra að fellt verði tímabundið niður álag vegna skila á staðgreiðslu (staðgreiðsla launamannas, útsvar launamanns, álagðir skattar launamanns og tryggingargjald) sem er á eindaga í dag, 17. nóvember. Niðurfellingin gildir í eina viku eða til 24. nóvember nk.  Er þetta gert á grundvelli áframhaldandi truflana á bankastarfsemi hér á landi. Aðildarfélög Viðskiptaráðs þurfa því ekki að standa skil á staðgreiðslu, sem var á gjalddaga í dag, fyrr en 24. nóvember nk.

Viðskiptaráð fagnar þessum aðgerðum stjórnvalda enda mikilvægt að sýna mikinn sveigjanleika gagnvart fyrirtækjum við núverandi aðstæður.

Frekari upplýsingar niðurfellingu álags vegna skila á staðgreiðslu má nálgast hér.

Frekari upplýsingar um gjaldfrest á aðflutningsgjöldum ná nálgast hér. Að auki er hægt að hafa samband við tollinn í gegnum www.tollur.is eða í síma 560-0300.


 

Tengt efni

Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda (erlendar fjárfestingar)

Viðskiptaráð Íslands telur markmið frumvarpsins og útfærslu þess til mikilla ...

Árangurslitlar aðgerðir á húsnæðismarkaði

„Stuðningsúrræði stjórnvalda hafa verið of almenn í gegnum tíðina og kostað háar ...
4. des 2023

Jöfnunarsjóður atvinnulífsins?

Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar um ...
21. feb 2024