Eins og áður hefur komið fram eru mörg erlend greiðslutryggingafélög hætt að veita íslenskum fyrirtækjum þjónustu. Viðskiptaráð hefur undanfarið unnið að úrlausn þessa vandamáls í samstarfi við fleiri aðila og gengur sú vinna vel.
Viðskiptaráð hefur nú útbúið upplýsingaskjal handa þessum fyrirtækjum þar sem m.a. er fjallað um stöðu efnahagsmála, endurskipulagningu bankakerfisins og hvernig hægt er að nálgast upplýsingar um fjárhag íslenskra fyrirtækja. Skjal þetta má nálgast hér, en aðildarfélagar Viðskiptaráðs geta e.t.v. nýtt sér það í samskiptum sínum við erlenda aðila.