Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til enn frekari afhúðunar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um breytingu á lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Viðskiptaráð er fylgjandi frumvarpinu og hvetur stjórnvöld til að ganga enn lengra í vegferð sinni við að samræma íslenskar reglur við EES reglur og falla frá of íþyngjandi reglusetningu umfram tilefni.

Frumvarp um breytingu á lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021 (samræming við EES-reglur) er nú til meðferðar á Alþingi. Með því er brugðist yrði við niðurstöðum í skýrslu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um „gullhúðun“ við innleiðingu EES-gerða í landsrétt. Meginmarkmiðið er að breyta lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana þannig að lagaumhverfið hérlendis sé ekki meira íþyngjandi en þörf er á samkvæmt lágmarkskröfum þeirra EES-gerða sem því er ætlað að innleiða. Með því einnig brugðist við tilmælum í skýrslu starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun EES-gerða, þar sem lagt er til að hvert ráðuneyti leggi mat á það hvort gullhúðun hafi átt sér stað á málefnasviðum sínum í gildandi löggjöf og taki upplýsta afstöðu til þess hvort ástæða sé til að endurskoða slík tilvik.

Frumvarpið felur í sér breytingu á ákvæði 2. gr. laganna um umhverfismat skipulagsáætlana og ákvæðum í 1. viðauka laganna að því er varðar lengd og þvermál leiðslna til flutnings á nánar tilgreindum efnum/efnasamböndum. Nái frumvarpið fram að ganga munu lögin betur endurspegla þær EES-gerðir sem þeim er ætlað að innleiða.

Ráðið er fylgjandi frumvarpinu og hvetur stjórnvöld til að ganga enn lengra, en í áðurnefndri skýrslu um innleiðingu EES-gerða í landsrétt kemur fram að hvorki ákvæði c. liðar 4. gr. laganna um víðerni og jarðmyndanir séu tilgreind í tilskipuninni né tilkynningaskylda uppgræðslu lands í 1. viðauka.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024