Viðskiptaráð Íslands

Stjórnmálamenn ekki sammála um skattahækkanir

Forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna héldu erindi á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands, sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Stjórnmálamennirnir ræddu ýmis mál, þeirra á meðal skattahækkanir, en ekki voru allir sammála um hvort til slíkra aðgerða þyrfti að koma. Þannig talaði Guðsjón Arnar formaður Frjálslyndaflokksins um að það væri blekking að halda því fram að skattahækkanir væru ekki nauðsynlegar, á meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson taldi ekki raunhæft að hækka skatta á einstaklinga og fyrirtækja í núverandi Árferði.

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sagði líklegt að á næstu misserum þyrfti að grípa til blöndu skattahækkana og niðurskurðar hjá hinu opinbera og tók Ágúst Ólafur Ágústsson hjá Samfylkingunni í sama streng. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði ljóst að aðhalds þyrfti að gæta í ríkisfjármálaum og lagði áherslu á það þyrfti að skapa skattkerfi sem væri hvetjandi.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026