Meðal þess sem forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna ræddu um á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í dag var möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu. Athygli vakti að Ágúst Ólafur Ágústsson hjá Samfylkingunni sagði að aðild að ESB yrði líklega skilyrði flokksins fyrir samstarfi í ríkisstjórn eftir kosningar. Steingrímur J. Sigfússon hjá Vinstri grænum lýsti furðu á þessari kröfu samfylkingar, og sagði ákvörðun um ESB krefjast vandaðs mat á heildarhagsmunum þjóðarinnar. Þá lýsti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson því yfir að stefna Framsóknarflokksins í evrópumálum væri skýr: Upptaka evru og aðild að ESB.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hjá Sjálfstæðisflokknum sagði ljóst að þjóðin þyrfti að kjósa um aðild að ESB. Guðsjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslyndra tók í sama streng, en lagði þunga áherslu á að Ísland héldi áfram yfirráðum yfir auðlindum sínum.