Viðskiptaráð Íslands

Margt smátt gerir eitt stórt – málþing um lítil og meðalstór fyrirtæki

Viðskiptaráð Íslands stendur fyrir málþingi um mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í efnahagslífinu föstudaginn 5. júní næstkomandi.

Á fundinum mun Christina Sommer, forseti European Small Business Alliance (ESBA) halda framsögu, en auk hennar munu Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Eiríkur Hilmarsson eigandi Kaffitárs ehf. og Bogi Örn Emilsson framkvæmdastjóri Skjals ehf. halda erindi. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun opna málþingið með stuttu erindi.

Málþingið hefst kl. 15:00 í Þjóðminjasafninu. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu má nálgast hér.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026