Viðskiptaráð Íslands

Stærsti vinnuveitandinn

Margt smátt gerir eitt stórt er orðatiltæki sem flestir þekkja. Það á sannarlega við um lítil og meðalstór fyrirtæki en samanlagt eru þau stærsti vinnuveitandi landsins og því burðarás í íslensku atvinnulífi. Þannig eru ríflega 99% allra starfandi fyrirtækja hér á landi lítil eða meðalstór og ætla má að fjöldi þeirra nemi á þriðja tug þúsunda. Hér er um fjölbreytta flóru fyrirtækja að ræða sem stendur undir drjúgum hluta innlendrar verðmætasköpunar. Þrátt fyrir það fer almennt lítið fyrir þessum fyrirtækjum í umræðu um atvinnu- og viðskiptalífið hér á landi, sem gjarnan markast af umfjöllun um stærri fyrirtæki.

Í því endurreisnarstarfi sem framundan liggur er gjarnan fjallað um stór og þjóðahagslega mikilvæg fyrirtæki og lagðar til leiðir að því hvernig tryggja megi áframhaldandi starfsemi þeirra. Áhersla á stóru fyrirtækin er auðvitað mikilvæg en e.t.v. ekki í samræmi við hlutfallslegt vægi þeirra á Íslandi. Stjórnmálamenn og aðrir álitsgjafar ættu því að setja aukinn kraft í mótun heildarlausna sem gætu orðið öllum fyrirtækjum í landinu, óháð stærð, til bóta og aukið líkurnar á því að sem flest þeirra komist heilu á höldnu í gegnum þær efnahagshremmingar sem nú ríða yfir. Þannig er unnt að tryggja atvinnustig og verja velferð íslenskra heimila.

Lítil og meðalstór fyrirtæki eru stærsti vinnuveitandinn á Íslandi og því er þjóðhagslegt mikilvægi þeirra ótvírætt. Það er því ekki úr vegi að kalla eftir hugarfarsbreytingu gagnvart íslensku viðskiptalífi á þá leið að litlum og meðalstórum fyrirtækjum verði gert hærra undir höfði en verið hefur. Að þessu tilefni mun Viðskiptaráð íslands halda málþing um mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja undir heitinu „Margt smátt gerir eitt stórt“ á föstudaginn, 5. júní kl. 15:00 í Þjóðminjasafni Íslands. Meðal framsögumanna verða Christina Sommer forseti European Small Business Alliance, Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Bogi örn Emilsson framkvæmdastjóri Skjals ehf. og Eiríkur Hilmarsson eigandi Kaffitárs. Vonir Viðskiptaráðs standa til þess að með málþingi þessu og skýrslu um rekstrarumhverfi lítil og meðalstór fyrirtæki, sem gefin verðu út seinna í vikunni, verði lóð á vogarskálar í „smærri“ áherslum og frekari viðurkenningu á stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku efnahagslífi.

Nánar upplýsingar um dagskrá og skráningu á málþingið má nálgast hér .

Tengt efni

Björn Brynjúlfur í stjórn HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024