Viðskiptaráð Íslands

Bjartsýni í vikulok

Í ljósi mikils vægis neikvæðra frétta undanfarnar vikur og mánuði er ekki úr vegi að minna á það sem vel gengur. Viðskiptaráð mun því endrum og eins draga saman það helsta sem telst til jákvæðra frétta, stórra sem smárra, innlendra sem erlendra. Rétt er að taka það fram að hér er hvorki um ítarlega né tæmandi greiningu að ræða, heldur samantekt sem eingöngu hefur þann tilgang að minna á að þrátt fyrir erfitt efnahagsástand hérlendis og erlendis er margt á réttri leið og því má ekki gleyma. Það er von Viðskiptaráðs að áður en um of langt líður horfi til betri vegar og samantekt af þessu tagi verði óþörf.

  • Krónan styrktist í vikunni um ríflega 2%, GVT stóð í 230 stigum í byrjun viku en gengi hennar er nú um 225 stig.
  • AGS telur að botni efnahagssveiflurnar verði náð á seinni hluta þessa árs og að efnahagsbatinn ætti að hefjast á næsta ári.
  • Verðþróun hlutabréfa á erlendum mörkuðum horfir enn til betri vegar, en vísitölur flestra kauphalla hækkuðu í vikunni sem er að líða.
  • Úrvalsvísitala kauphallarinnar hefur hækkað um rúm 2% í vikunni. Hækkun úrvarlsvísitölunnar í maí mánuði nemur þar með um 11%.
  • Væntingar neytenda beggja megin Atlantshafsins aukast. Fjórða mesta hækkun vætingarvísitala bandarískra neytenda varð í apríl og væntingar íbúa í evrulöndunum hafa ekki verið meiri í rúmt hálft ár.
  • Fjöldi hagvísa benda til þess að alþjóðlega fjármálakreppan séu í rénun, en hér er m.a. litið til verðþróunar hlutabréfa, væntinga neytenda og áhættufælni á mörkuðum sem virðast vera að snúast til betri vegar.
  • Góðar líkur eru til þess að gjaldeyristekjur af ferðamönnum fari yfir 100 ma. kr. á árinu, en þær námu um 73. ma. kr. á síðasta ári. Þetta kemur fram í greiningu Kaupþings.
  • Erlendir aðilar sýna íslenskum fyrirtækjum enn áhuga, en skv. fréttum hefur stærsta fjarskiptafyrirtæki Færeyjum, FøroyaTele, lýst áhuga á að kaupa Vodafone á Íslandi.
  • Verð á íslenskum sjávarafurðum, mælt í erlendri mynt, hækkaði um 0,3% í apríl, en afurðarverðið hefur lækkað um 16% síðustu sex mánuði. Væntingar standa til þess að þessi hækkun gefi vísbendingar til þess að afurðarverð hafi náð botni.
  • Mikið traust ríkir gagnvart stærstu háskólum landsins, Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands, skv. nýrri könnun MMR (Markaðs og miðlarannsókna) á trausti almennings til helstu stofnana samfélagsins.
  • Fjöldi aðila sem hvetja frumkvöðla til dáða hefur aukist jafnt og þétt að undanförnu, en þar má helst nefna Start 09 hjá N1, Hugmyndahús Háskólans í Reykjavik og Listaháskólans, Innovit og hugmyndaráðuneytið.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024