Viðskiptaráð Íslands

Morgunverðarfundur: Mörg fyrirtæki ganga betur en upphaflega var áætlað

Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, fjallaði um rekstrargrunn nýrra banka á fundi Viðskiptaráðs í gærmorgun um áhrif banka á rekstrarumhverfi fyrirtækja. Þar ræddi Birna m.a. nýlega ákvörðun gamla bankans að taka yfir Íslandsbanka og horfurnar framundan.

Að mati Birnu blasti mikill vandi við fyrir rúmu ári síðan og vegna þess hefði áhersla bankanna verið á að bjóða neyðarskammtímalausnir. Þetta taldi hún hafa verið hárrétt nálgun þar sem margvíslegar forsendur langtímaaðgerða vantaði, t.a.m. hefðu nýju bankarnir ekki haft efnahagsreikninga auk þess sem mikil óvissa ríktu um rekstrarumhverfi fyrirtækja. Í máli Binu kom jafnframt fram að mjög mörg fyrirtæki gangi nú betur en upphaflega var áætlað, en stórtækar aðgerðir í upphafi hefðu getað dregið úr þeim árangri.

Þá sagði Birna að árið 2010 færi að meginstefnu til í endurskipulagningu fyrirtækja, þar sem höfuðstólsleiðrétting erlendra lána kæmi jafnvel til greina, enda væri stærsti hluti af skuldavanda heimila að komast í farveg. Að mati Birnu hefði bankinn fulla burði til að þjónusta fyrirtækin í því ferli.

Ræða Birnu verður aðgengileg á vef ráðsins innan tíðar

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026