Tillögur starfshóps miða að því að auka gæði lagasetningar við innleiðingu EES-gerða til að forðast gullhúðun sem kemur niður á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á innri markaði EES. Tillögurnar byggja á niðurstöðu starfshóps sem utanríkisráðherra skipaði til að skoða aðgerðir gegn gullhúðun EES-gerða.
Utanríkisráðherra kynnti tillögur að aðgerðum gegn gullhúðun á fundi í Þjóðminjasafninu á þriðjudag. Þær eru miða að því að auka gæði lagasetningar við innleiðingu EES-gerða til að forðast gullhúðun sem kemur niður á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á innri markaði EES. Tillögurnar byggja á niðurstöðu starfshóps sem utanríkisráðherra skipaði til að skoða aðgerðir gegn gullhúðun EES-gerða.
„Nú mun ég leggja til við ríkisstjórn að unnið verði að úrbótum á grundvelli niðurstöðu starfshópsins og ég geri ráð fyrir að áhrifanna fari að gæta þegar á næsta löggjafarþingi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Helstu aðgerðir gegn gullhúðun eru eftirfarandi:
María Guðjónsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, flutti erindi á fundinum um áhrif og kostnað gullhúðunar á atvinnulífið. Þar sagði hún meðal annars: „Tillögur utanríkisráðherra eru til þess fallnar að draga úr hættunni að hún eigi sér stað en svo tillögurnar nái markmiðum sínum er hér eftir sem endranær nauðsynlegt að þeim fylgi pólitískur stuðningur, eftirfylgni og aðhald. Samkeppnishæfni Íslands er eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar og það er leitun að einfaldari og ódýrari leið til að auka hana en að einfaldlega hætta að þyngja innflutt regluverk með meintu gulli.“