Viðskiptaráð Íslands

Átta nýir félagar í Viðskiptaráði

Átta nýir félagar hafa bæst í félagatal Viðskiptaráðs og eru þeir eftirfarandi:

Heilsumiðstöðin 108 Reykjavík / Hótel Ísland

  • Heilsumiðstöðin rekur sjúkrahótel í Ármúla en býður þar einnig upp á hefðbundna hótelgistingu.

Inter Medica

  • Inter Medica sérhæfir sig í þjónustu á hágæða tæknivörum fyrir heilbrigðisgeirann.

Ísam

  • Ísam er rótgróin heildsala sem flytur inn erlendar vörur og framleiðir einnig íslenskar vörur undir merkjum Ora, Kexsmiðjunnar og Myllunnar. 

Mentor

  • Mentor þróar og rekur upplýsingakerfi sem notuð eru af skólum, sveitarfélögum og íþróttafélögum bæði á Íslandi og erlendis.

ReMake Electric

  • ReMake Electric þróar og framleiðir rafskynjara sem nýtist sem greiningartæki til að stuðla að orkusparnaði og auknu öryggi.

Trappa

  • Trappa býður upp á talþjálfunarþjónustu og ráðgjöf í menntamálum á hinum ýmsu skólastigum.

True North

  • True North sérhæfir sig í kvikmyndaframleiðslu og þjónustar einnig erlenda aðila.

Jakob Sigurðsson (einstaklingsaðild)

Viðskiptaráð býður ofangreinda aðila velkomna í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum.

Tengt efni

Þessi koma fram á Viðskiptaþingi 2026

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Magnús Scheving, Birna Ósk Einarsdóttir, …
23. janúar 2026

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026