Núna klukkan 12:00 hefst dagskrá í Háskólabíó í tilefni af 100 ára afmæli Viðskiptaráðs Íslands. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs munu ávarpa gesti áður en Dominic Barton, forstjóri McKinsey & Company, heldur fyrirlestur fyrir gesti samkomunnar. Loks tekur til máls Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra þar sem hann veitir meðal annars verðlaun fyrir verkkeppni Viðskiptaráðs sem haldin var um síðustu helgi.
Hægt er að horfa á beina útsendingu frá viðburðinum hér að neðan sem hefst eins og fyrr segir klukkan 12:00