Viðskiptaráð kynnir nýja úttekt á samrunaeftirliti á Íslandi þriðjudaginn 14. október á Vinnustofu Kjarval, 2. hæð. Fundurinn hefst kl 16. Sérfræðingar á því sviði munu ræða úttektina og umhverfi samkeppnismála í pallborði.
Úttektin sem ber titilinn „Á hlykkjóttum vegi: Samrunaeftirlit á Íslandi“ kemur út samdægurs og fjallar um samrunaeftirlit á Íslandi. Í úttektinni er farið yfir ferli samrunamála á Íslandi, varpað ljósi á galla á samrunaferlinu og jafnframt lagðar fram tillögur til úrbóta.
Að lokinni kynningu á úttekt Viðskiptaráðs fara fram pallborðsumræður með sérfræðingum á sviði samruna- og samkeppnismála:
Viðburðurinn er opinn öllum og fer skráningin fram hér: https://vi.is/samkeppnisfundur2025-skraning
Boðið verður upp á léttar veitingar að loknum umræðum.