Forstjóri eins fremsta ráðgjafafyrirtækis heims, McKinsey & Company heldur opinn fyrirlestur:
Forysta á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar
Fyrirlesturinn er einstakt tækifæri fyrir nemendur og aðra hér á landi til þess að hlusta á einn fremsta leiðtoga heims á sínu sviði og um leið skyggnast inn í þarfir framtíðarinnar. Fyrirlesturinn er jafnframt einn af mörgum hátíðarliðum Viðskiptaráðs Íslands í tilefni af aldarafmæli ráðsins á árinu.