Viðskiptaráð Íslands

Breytingu ráðuneytis fagnað

Viðskiptaráð fagnar breyttri nálgun heilbrigðisráðuneytisins á fyrirhugaðri reglugerð um lyfjaafhendingu. Mikilvægt er að tryggja að ekki sé komið í veg fyrir stafrænar lausnir sem einfalda líf einstaklinga.

Heilbrigðisráðuneytið hefur birt uppfærð drög að breytingu að reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. Viðskiptaráð skilaði umsögn um málið á fyrri stigum þar sem gerðar voru athugasemdir við fyrirhugaða reglugerð ráðuneytisins. Drögin í upphaflegri mynd komu í veg fyrir að einstaklingar gætu annast lyfjakaup fyrir aðra með rafrænum hætti.

Mikilvægt er að stjórnvöld ýti undir hverslags tæknilausnir sem auðvelda neytendum lífið, þar með talið í heilbrigðisþjónustu. Þetta er enda í takt við stefnu stjórnvalda, en í stjórnarsáttmála segir sérstaklega um þennan málaflokk; „efla á nýsköpun í heilbrigðismálum þannig að Ísland verði í fremstu röð og nýti sér nýjustu tækni á þessu sviði“. Mikil nýsköpun hefur átt sér stað á sviði lyfjasölu og geta neytendur nú fengið lyf heimsend. Slíkar lausnir hafa reynst sérstaklega dýrmætar á tímum COVID-19. Þá skiptir miklu máli að einstaklingum sé almennt veitt frelsi til að nálgast upplýsingar um lyf sín og kaup á þeim á þann hátt sem best hentar hverju sinni.

Viðskiptaráð fagnar breytingu ráðuneytisins og hvetur það til dáða í að greiða áfram veg stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024