Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaþing: Byggja þarf upp kjöraðstæður til verðmætasköpunar

Í ræðu sinni á Viðskiptaþingi, sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica, sagði Sigrún Ragna Ólafsdóttir, varaformaður Viðskiptaráðs og forstjóri VÍS að hið opinbera stæði á krossgötum og nú væri tími til breytinga.

Sigrún Ragna sagði blikur vera á lofti í fjármálum hins opinbera en með markvissum aðgerðum mætti komast hjá því að lífskjör Íslendinga dregðust aftur úr nágrannaþjóðum. Meginmáli skipti að forgangsraða verkefnum hins opinbera og auka framleiðni í rekstri þess með kerfisbreytingum.

Umræða og viðhorf þurfa að breytast

Sigrún ræddi einnig um það að þrátt fyrir að sterk rök og stjórnmálalegur vilji fyrir breytingum séu til staðar hafi innleiðing þeirra reynst erfið. Í máli hennar kom fram að það væri lykilatriði að breyta umræðu og viðhorfum til þess að unnt sé að innleiða kerfisbreytingar. Ólíkir hópar þyrftu að fara úr liðstreyjunum og sameinast um nauðsynlegar aðgerðir. Mikilvægt væri að gera greinarmun á þeim málum þar sem ágreiningur ríkir um sjálfar breytingarnar og þeim málum þar sem deilt er um útfærslu. Til að lífskjör á Íslandi geti orðið með besta móti þarf að ríkja einhugur á meðal stjórnvalda, atvinnulífs og íbúa landsins um að byggja hér upp kjöraðstæður til verðmætasköpunar. Takist vel til er til mikils að vinna.

Erindi Sigrúnar Rögnu má nálgast hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024