Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaþing á Hilton Nordica á morgun

Skrifstofa Viðskiptaráðs verður lokuð á morgun vegna Viðskiptaþings.

Árlegt Viðskiptaþing fer fram á morgun, fimmtudaginn 8. febrúar, og verður skrifstofa Viðskiptaráðs lokuð af þeim sökum. Rafræn upprunavottorð verða þó afgreidd með hefðbundnum hætti en útprentuð vottorð verða einungis afgreidd á milli kl. 9 og 11.

Mikil stemning fyrir Viðskiptaþingi

Við hlökkum til að taka á móti þinggestum á Hilton Reykjavík Nordica á morgun. Uppselt er á Viðskiptaþing og ljóst að mikil eftirvænting ríkir fyrir dagskrá þingsins.

Viðskiptaþing 2024 mun fjalla um hið opinbera. Starfsemi hins opinbera skiptir okkur öll máli, hvernig þjónustu það veitir, hversu skilvirk þjónustan og önnur starfsemi er og hversu miklu fé er varið til hennar, en ríkið eitt veltir um það bil þriðju hverri krónu árlega sem verður til í hagkerfinu. Hvernig tekst til hefur áhrif á samkeppnishæfni atvinnulífsins og lífsgæði fólks.

Til grundvallar þinginu liggur úttekt Viðskiptaráðs á rekstri, stofnunum og þjónustu hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélaga, skilvirkni ferla (eða skorti á henni), reglubyrði og ýmsum fleiri atriðum. Ætlunin er að nálgast efnið á lausnamiðuðum nótum, benda á leiðir til hagræðingar, tækifæri til að bæta þjónustu og nýta tækni betur og beina um leið sjónum að möguleikum til að fela einkaaðilum verkefni.

  • Viðskiptaþing 2024
  • Hilton Reykjavík Nordica
  • Fimmtudaginn 8. febrúar 2023
  • Húsið verður opnað kl. 12:30, dagskrá hefst kl. 13

Nánari upplýsingar um Viðskiptaþing má finna hér.

Tengt efni

Björn Brynjúlfur í stjórn HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024