Viðskiptaráð Íslands

Finnsk-íslenska viðskiptaráðið verður hluti af Millilandaráðunum

Millilandaráðin bjóða Finnsk-íslenska viðskiptaráðið velkomið undir hatt alþjóða viðskiptaráðanna sem telja nú 17 ráð.

Fyrir skömmu var Finnsk-íslenska viðskiptaráðið stofnað. Markmið ráðsins verður að efla og viðhalda viðskiptatengslum milli Finnlands og Íslands, ásamt því að efla tengsl á sviðum menntunar og menningar.

Í samræmi við markmið ráðsins mun ráðið m.a. vinna að skipulagningu funda og ráðstefna er varða almenn málefni milli landanna tveggja og viðskiptasendinefndir. Finnsk-íslenska viðskiptaráðið mun einnig standa vörð um viðskiptatengda hagsmuni félaga sinna gagnvart finnskum og íslenskum yfirvöldum.

Til þess að verða aðildafélagi að Finnsk-íslenska viðskiptaráðinu er hægt að skrá fyrirtæki eða einstaklinga í aðild hér.

Tengt efni

Þessi koma fram á Viðskiptaþingi 2026

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Magnús Scheving, Birna Ósk Einarsdóttir, …
23. janúar 2026

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026