Viðskiptaráð Íslands

Finnsk-íslenska viðskiptaráðið verður hluti af Millilandaráðunum

Millilandaráðin bjóða Finnsk-íslenska viðskiptaráðið velkomið undir hatt alþjóða viðskiptaráðanna sem telja nú 17 ráð.

Fyrir skömmu var Finnsk-íslenska viðskiptaráðið stofnað. Markmið ráðsins verður að efla og viðhalda viðskiptatengslum milli Finnlands og Íslands, ásamt því að efla tengsl á sviðum menntunar og menningar.

Í samræmi við markmið ráðsins mun ráðið m.a. vinna að skipulagningu funda og ráðstefna er varða almenn málefni milli landanna tveggja og viðskiptasendinefndir. Finnsk-íslenska viðskiptaráðið mun einnig standa vörð um viðskiptatengda hagsmuni félaga sinna gagnvart finnskum og íslenskum yfirvöldum.

Til þess að verða aðildafélagi að Finnsk-íslenska viðskiptaráðinu er hægt að skrá fyrirtæki eða einstaklinga í aðild hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024