Norðurlöndin með mikilvægari viðskiptalöndum Íslands

Danmörk, Noregur og Svíþjóð stóðu undir 13,9% af heildarutanríkisverslun Íslands árið 2021.

Frá morgunfundi um milliríkjaviðskipti

Milliríkjaviðskipti Íslands við Danmörku, Noreg og Svíþjóð voru til umræðu á morgunfundi í Húsi atvinnulífsins í gærmorgun. Að fundinum stóðu Dansk-íslenska viðskiptaráðið, Norsk-íslenska viðskiptaráðið og Sænsk-íslenska viðskiptaráðið í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og utanríkisráðuneytið. 

Á fundinum kynnti Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, greiningu á viðskiptum Íslands við Danmörku, Noreg og Svíþjóð þar sem áhersla var lögð á viðskipti, fólksflutninga og fjárfestingu. Helstu niðurstöður eru m.a. að: 

  • Danmörk, Noregur og Svíþjóð stóðu undir 13,9% af heildarutanríkisverslun Íslands árið 2021. Þá voru vöruviðskipti alls 247 ma. og þjónustuviðskipti alls 115 ma. sama ár. 
  • Löndin þrjú raða sér í 5. -  10. sæti í heildarutanríkisverslun eftir löndum og eru því með mikilvægari viðskiptalöndum Íslands. 
  • Á árunum 2001 – 2021 stóðu löndin þrjú undir 15,6% af heildar erlendri fjárfestingu hér á landi. 

Gestir fundarins voru meðal annars aðildarfélagar Viðskiptaráðs og millilandaráðanna auk annarra áhugasamra einstaklinga um milliríkjaviðskipti Íslands og Skandinavíu. Á fundinum kynntu einnig fulltrúar utanríkisráðuneytisins nýlegar breytingar í viðskiptasamningum og helstu áherslum í þeim efnum. 

Greiningu Viðskiptaráðs á milliríkjaviðskiptum Íslands, Danmerku, Noregs og Svíþjóðar má finna hér.  

Tengt efni

Lægri skattar og sjálfbær ríkisfjármál bæta samkeppnishæfni Íslands 

Undanfarinn áratug hefur samkeppnishæfni Íslands smám saman batnað, en fyrir tíu ...
21. jún 2024

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 ...
20. jún 2024

Tilnefningarnefndir á Norðurlöndunum

Greining Viðskiptaráðs á starfsemi tilnefningarnefnda á Norðurlöndunum
3. apr 2023