Viðskiptaráð Íslands

Gunnar Dofri lögfræðingur Viðskiptaráðs

Gunnar Dofri Ólafsson hefur verið ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Gunnar er með meistarapróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu af bæði lögfræðistörfum og störfum í fjölmiðlum.

Lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands sinnir lögfræðilegri ráðgjöf við framkvæmdastjóra og stjórn, umsagnagerð, skýrsluskrifum og fleiri verkefnum tengdum málefnastarfi ráðsins. Lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands heldur jafnframt utan um starfsemi Gerðardóms Viðskiptaráðs.

„Við erum afar spennt að fá Gunnar Dofra til liðs við ráðið enda hefur hann víðtæka reynslu og bakgrunn sem hæfir starfinu vel," segir Ásta S. Fjeldsted framkvæmdastjóri ráðsins. „Um leið þökkum við Mörtu fyrir vel unnin störf og hlökkum til að starfa með henni áfram í gegnum stjórn Gerðardóms VÍ þar sem hún tók sæti nýverið.“

Gunnar Dofri starfar nú sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu en starfaði áður sem lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis, sem löglærður talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum á Íslandi og sem fréttamaður á RÚV. Með námi starfaði Gunnar á Morgunblaðinu og hjá slitastjórn Landsbankans.

Gunnar Dofri hefur störf hjá Viðskiptaráði Íslands í júlí.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024