Viðskiptaráð Íslands

Ragnar Sigurður tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs

Ragnar Sigurður Kristjánsson er nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs. Ragnar hefur starfað á málefnasviði Viðskiptaráðs frá 2023.

Ragnar Sigurður Kristjánsson hefur verið ráðinn hagfræðingur Viðskiptaráðs. Hann hefur starfað á málefnasviði ráðsins undanfarin tvö ár. Ragnar er með BS próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og lauk meistaraprófi í alþjóða- og stjórnmálahagfræði frá Nanyang tækniháskólanum í Singapúr árið 2022. Áður starfaði hann í utanríkisráðuneytinu og á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York.

Sem hagfræðingur mun Ragnar sinna málefnastarfi innan ráðsins, m.a. í formi greininga og úttekta, auk umsagnarskrifa og ráðgjöf við aðildafélaga.

Ragnar tekur við starfi hagfræðings Viðskiptaráðs af Gunnari Úlfarssyni. Um leið og við óskum Ragnari til hamingju með nýtt hlutverk innan ráðsins, þökkum við Gunnari fyrir vel unnin störf á undanförnum árum.

Tengt efni

Þessi koma fram á Viðskiptaþingi 2026

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Magnús Scheving, Birna Ósk Einarsdóttir, …
23. janúar 2026

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026