Lægri skattar og sjálfbær ríkisfjármál bæta samkeppnishæfni Íslands 

Undanfarinn áratug hefur samkeppnishæfni Íslands smám saman batnað, en fyrir tíu árum sat Ísland í 25. sæti. Litlar framfarir hafa þó orðið síðustu 2-3 ár og Ísland er ennþá eftirbátur annarra Norðurlanda í samkeppnishæfni. 

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fluttir opnunarávarp á morgunfundi Viðskiptaráðs um samkeppnishæfni Íslands.

Tenglar

    Úttekt á samkeppnishæfni Íslands fyrir árið 2024 var kynnt á morgunfundi Viðskiptaráðs fimmtudaginn 20. júní. Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára, en landið fellur um eitt sæti í úttekt IMD viðskiptaháskólans, úr 16. sæti í það 17.. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti niðurstöður úttektarinnar og fór yfir tillögur ráðsins að bættri samkeppnishæfni Íslands til næstu ára. 

    Undanfarinn áratug hefur samkeppnishæfni Íslands smám saman batnað, en fyrir tíu árum sat Ísland í 25. sæti. Litlar framfarir hafa þó orðið síðustu 2-3 ár og Ísland er ennþá eftirbátur annarra Norðurlanda í samkeppnishæfni. 

    Hér má sjá helstu niðurstöður um samkeppnishæfni Íslands. 

    Forsætisráðherra flutti opnunarávarp 

    Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti opnunarávarp á fundinum. Hann lýsti yfir ánægju með að Ísland hafi á síðustu 10 árum tekið framförum í mælingum í samkeppnishæfni en krafan sé ávallt að gera betur. 

    „Við gerum þá körfu að við séum sífellt að hækka á þessum lista. Það lýsir ákveðnu viðhorfi, sjálfstrausti, áræðni og trú á möguleikum landsins að við getum verið meðal efstu þjóða. Það hafa orðið talsverðar framfarir á mörgum sviðum samfélagsins. Fyrir 10 árum vorum við í 25. sæti en höfum verið síðastliðin tvö ár í 16. og 17. sæti. Niðurstaðan í heild sinni er sú að við höfum verið í sókn jafnvel þó við lækkum um eitt sæti á milli ára,“ sagði Bjarni í ræðu sinni á fundinum.  

    Beint streymi var frá kynningu á samkeppnishæfni Íslands og má sjá upptöku hér fyrir neðan. 

    Tillögur Viðskiptaráðs 

    Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti niðurstöður IMD fyrir Ísland. Í kynningu hans kom fram að Ísland lækkar mest í efnahagslegri frammistöðu, þar sem landið fellur úr 45. sæti niður í það 53., skilvirkni hins opinbera batnar lítillega á milli ára eftir að hafa fallið um fimm sæti árið á undan, og færist úr 19. sæti í 17. sæti. Skilvirkni atvinnulífsins fellur úr 10. sæti niður í 13. sæti. Samkeppnishæfni samfélagslegra innviða fellur úr 7. sæti í 12. sæti, en Ísland hafði verið á meðal tíu samkeppnishæfustu ríkja í þeim meginflokki árin 2021 – 2023. 

    Gunnar kynnti á fundinum tillögur Viðskiptaráðs til að bæta samkeppnishæfni Íslands. Að mati Viðskiptaráðs er um að ræða fjögur forgangsatriði þar ráðast þarf í nauðsynlegar umbætur. Þessir flokkar eru; fjármál hins opinbera, skattar, leikreglur og erlend fjárfesting. 

    „Í ljósi þess hve miklu máli samkeppnishæfni skiptir fyrir hagsæld þá ætti það að vera keppikefli okkar allra; samfélagsins, atvinnulífisins og stjórnvalda að ráðast í slíkar aðgerðir. Með því er hægt að tryggja áframhaldandi bætt lífskjör á Íslandi,“ sagði Gunnar í kynningu sinni. 

    Hér að neðan má sjá myndir frá morgunfundi Viðskiptaráðs.

    Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti niðurstöður IMD um samkeppnishæfni Íslands.
    Gunnar Úlfarsson, Bjarni Benediktsson og Andri Þór Guðmundsson.

    Tengt efni

    Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

    Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 ...
    20. jún 2024

    Vel heppnað Viðskiptaþing 2023

    Húsfyllir var á vel heppnuðu Viðskiptaþingi 2023 sem fór fram á Hilton Reykjavík ...
    20. feb 2023

    Samkeppnishæfni Íslands stendur í stað

    Niðurstöður úttektar IMD háskóla á samkeppnishæfni ríkja voru kynntar á fundi ...
    20. jún 2023