Viðskiptaráð Íslands

Mentorar og sprotar komu saman á tengslakvöldi

Árlegt tengslakvöld Viðskiptaráðs og Klak Innovit, NÝ-SKÖPUN-NÝ-TENGSL, fór fram í áttunda skipti í gær og gestgjafi kvöldsins var Ölgerðin. Tengslakvöldunum var hleypt af stokkunum árið 2009 með það að markmiði að leiða saman reynslumikla stjórnendur og áhugaverða frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnurekstri.

Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja tóku þátt í viðburðinum ásamt stjórnendum úr atvinnulífinu og starfsfólki Viðskiptaráðs, Klak Innovit og Ölgerðarinnar. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, hóf viðburðinn á því að bjóða gesti velkomna og kynna nýsköpunarstefnu fyrirtækisins og hvernig hún hefur skilað þessu rótgróna fyrirtæki ávinningi á síðustu misserum.

Viðskiptaráð þakkar Ölgerðinni, Klak Innovit, mentorum og fulltrúum þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem tóku þátt fyrir skemmtilega og áhugaverða kvöldstund.

Upplýsingar um nýsköpunarfyrirtækin má sjá hér að neðan.


  • ACTIVITY STREAM er hugbúnaður sem hjálpar fyrirtækjum að greina og skilja það mikla magn gagna sem verður til á hverjum degi og nýta vísbendingar sem í þeim leynast til að bæta daglegan rekstrur og þjónustu.
  • AUTHENTEQ er auðkennisforrit ætlað er að auka öryggi alls kyns samskipta á netinu. Forritið styðst við andlitsgreiningu sem fer fram með myndatöku af einstaklingi og persónuskilríkjum hans.
  • BÓKUN gerir stæðisbundnum ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að vinna saman og krossselja vörur hvers annars.
  • CROWBAR PROTEIN framleiðir matvörur sem innihalda skordýr. Fyrsta varan er próteinstykkið Jungle Bar sem er búið til úr ávöxtum, fræjum, súkkulaði og krybbuhveiti (skordýrahráefni).
  • DATASMOOTHIE býr til hugbúnað sem gerir fyrirtækjum kleift að greina gögn úr skýjum og miðla niðurstöðum áfram með gagnvirkum skýrslum. 
  • FLOREALIS er lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og markaðssetningu á skráðum jurtalyfjum við vægum algengum sjúkdómum.
  • MEKANO er að þróa og framleiða nýstárleg fjöltengi fyrir allar gerðir raftækja.
  • SOLID CLOUDS nýtir nýjustu tækni við að skapa byltingarkenndan fjölspilunartölvuleik sem nefnist PROSPER.
  • TAGPLAY er hugbúnaðarkerfi sem gerir fyrirtækjum kleift að stjórna heimasíðum eingöngu með samfélagsmiðlum.
  • WATCHBOX er vettvangur sem auðveldar samskipti í hópum og samfélögum með myndum og stuttum myndböndum. Fyrirtækið sem stendur að Watchbox heitir APPOLLO X og sérhæfir sig í snjallforritagerð.

Tengt efni:

Tengt efni

Björn Brynjúlfur í stjórn HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024