Viðskiptaráð Íslands gerir athugasemdir við að þrátt fyrir að eðli máls samkvæmt kalli margar aðgerðanna á fjármagn er hvergi að finna kostnaðarmat né umfjöllun um fjármögnun þeirra. Þá telur ráðið tillöguna gefa tilefni til að hvetja stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda felst fyrst og fremst í frjálsu framtaki fólks og fyrirtækja með nýjum vörum, þjónustu og nýsköpun – en ekki auknum útgjöldum til eftirlitsstofnana.