Viðskiptaráð Íslands

Ný-sköpun-ný-tengsl - 7. maí hjá HB Granda

Síðustu fjögur ár hefur Viðskiptaráð, í samstarfi við Klak Innovit, reglulega haldið vinsæl tengslakvöld undir yfirskriftinni Ný-sköpun-ný-tengsl. Þar hitta reynslumiklir stjórnendur áhugasama frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnurekstri. Á þessum vettvangi gefst félögum ráðsins færi á að nýta reynslu sína og þekkingu til stuðnings frumkvöðlum og sprotastarfi.

Næsta tengslakvöld verður haldið hjá HB Granda í Reykjavík þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Við hvetjum áhugasama félaga til að skrá sig með tölvupósti á ragnar@vi.is. Myndin er frá síðasta tengslakvöldi í Epal í september 2012 - Upplýsingar um fyrri fundi:

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024