Á árlegu Viðskiptaþingi, sem fram fer núna á Hilton Reykjavík Nordica, voru veittir námsstyrkir úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Ríflega 70 styrkumsóknir bárust í ár, sem er metfjöldi í sögu sjóðsins.
Fjórir einstaklingar hlutu styrk og er hver þeirra að fjárhæð 500.000 kr. Styrkþegar í ár eru eftirfarandi:
Í tilefni af styrkveitingunni var útbúið stutt myndbönd fyrir svörum á myndbandi sem tekið var upp á háskólasvæðum styrkþeganna. Þar segja þau meðal annars frá námi sínu og framtíðaráformum. Myndbandið má sjá hér:
Valnefnd Námsstyrkjasjóðs MVÍ velur styrkþega. Í valnefndinni sitja dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, dr. Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands.
Löng hefð er fyrir veitingu styrkja á Viðskiptaþingi en styrkveitingin er hluti af stuðningi ráðsins við uppbyggingu menntunar, sem ráðið hefur sinnt með markvissum hættum allt frá stofnun árið 1917. Nánar má lesa um hlutverk Viðskiptaráðs sem bakhjarls menntunar hér.
Viðskiptaráð óskar styrkþegum til hamingju með styrkina. Þá þakkar Viðskiptaráð þeim fjölmörgu sem sóttu um, en það var mat valnefndarinnar í ár að valið hafi verið erfitt í ár þar sem margar sterkar umsóknir hafi borist.