THS Ráðgjöf er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. THS Ráðgjöf sérhæfir sig í markaðsáætlun, stefnu- og markaðsmótun, alþjóðaviðskiptum og viðskiptaáætlunum. Fyrirtækið er stofnað árið 2010 og hefur frá ársbyrjun 2014 sérhæft sig í ráðgjafaþjónustu.
Viðskiptaráð býður THS Ráðgjöf velkomið í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum.