Í tilefni af aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands er komin út ársskýrsla ráðsins fyrir árin 2010-2011. Skýrslan er að þessu sinni í sérstökum 95 ára afmælisbúningi, en ráðið var stofnað árið 1917. Á hverri opnu skýrslunnar er litið inn til félaga ráðsins og fá lesendur að skyggnast inn í rekstrarumhverfi og stöðu aðildarfélaga. Ennfremur má finna í henni yfirlit yfir fjölbreytt verkefni ráðsins á síðustu tveimur árum.
Innan raða Viðskiptaráðs eru fyrirtæki í fjölbreyttri starfsemi, þar má nefna ferðaþjónustu, veitingar, fjármál, tryggingar, framleiðslu, hátækni, nýsköpun, ráðgjöf, samgöngur, fjarskipti, sjávarútveg, útgáfu, miðlun, þjónustu og verslun. Á síðustu árum hafa fjölmargir félagar bæst í hópinn en fjöldi fyrirtækja hefur starfað með Viðskiptaráði allt frá upphafsárum þess.
Stjórn og starfsfólk Viðskiptaráðs færir aðildarfélögum þess sérstakar þakkir fyrir samfylgdina og ómetanlegan stuðning síðastliðin 95 ár. Viðskiptaráð vill ennfremur færa þakkir þeim fjölmörgu einstaklingum, fyrirtækjum, samtökum og fjölda annarra fyrir samstarf í opnum fundum og í öðrum verkefnum síðastliðin tvö ár.
Í skýrslunni má finna:
Ársskýrslu Viðskiptaráðs má sækja á vef ráðsins