Viðskiptaráð Íslands

Skattstefnuþokan: Mikill munur á gagnsæi flokkanna

Viðskiptaráð Íslands hefur gefið út nýja skoðun sem tekur á skattastefnu flokkanna sem bjóða fram til alþingiskosninganna nú á laugardag. Í skoðuninni eru skattastefnur flokkanna metnar út frá skýrleika og hvort þær séu til hækkunar eða lækkunar. Kemur fram að gagnsæi stefnunnar er mjög ábótavant hjá nokkrum flokkanna.

Í skoðuninni kemur eftirfarandi meðal annars fram:

Skattar langstærsti tekjuliður ríkisins

Tekjur ríkissjóðs eru að stærstum hluta tilkomnar með skattlagningu, annars vegar beinni skattlagningu, svo sem á tekjur eða arðgreiðslur, og hins vegar með óbeinni skattlagningu, til dæmis með virðisaukaskatti á vörur og þjónustu. Alls stóðu skattar undir tæplega 78% af tekjum ríkissjóðs árið 2016. Skattar skipta líka kjósendur máli en í skoðannakönnun sem RÚV lét gera fyrir alþingiskosningarnar í fyrra kemur fram að 74% kjósenda telur mjög mikilvægt að fjallað sé um skattahækkanir og -lækkanir í aðdraganda kosninga.

Viðskiptaráð hefur því, annað árið í röð, tekið saman stefnu stjórnmálaflokkanna í skattamálum og lagt mat á það hversu skýrar áherslur þeirra í málaflokknum eru. Jafnframt horfði ráðið til þess hvort flokkarnir tala fyrir skattahækkunum eða -lækkunum. Í greiningunni var horft til fjögurra helstu tegunda skattheimtu: á vinnuframlag, sparnað, neyslu og rekstur. Jafnframt var horft til þess hvort kosningaloforð framboðanna væru fjármögnuð með skattatillögum - ef svo var ekki er gert ráð fyrir að frekari skattahækkanir þurfi til að unnt sé að uppfylla þau.

Hægt er að lesa skoðunina hér

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024