Viðskiptaráð Íslands

Sköpum aðstæður fyrir öfluga þekkingarkjarna

Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur ráðsins, hélt erindi á ársfundi SFS í síðasta mánuði. Kristrún fór yfir hvaða aðstæður þurfa að vera til staðar til að geta skapað öfluga þekkingarkjarna.

Kristrún vakti athygli á þremur mikilvægum þáttum til að byggja upp öflugt samfélag. Í fyrsta lagi þarf að vera til staðar öflugur mannauður. Hægt er að fara tvær leiðir í þeim efnum, annað hvort að byggja upp mannauðinn eða laða hann til sín. Í öðru lagi þarf að skapa fyrirtækjum stöðugt rekstrarumhverfi. Nefndi hún í því samhengi Írland, sem hefur verið þekkt fyrir lága fyrirtækjaskatta, en það var ekki fyrr en Írland fór að setja meira kraft í menntun og hlúa að mannauðnum að alþjóðleg fyrirtæki fóru að sjá sér hag í því að vera með starfsemi þarlendis. Þá vakti hún athygli á hættunni a að missa innlend fyrirtæki úr landi ef rétta rekstrarumhverfið er ekki til staðar eða ef keppt er á of stórum mörkuðum á alþjóðavísu. Í þriðja lagi þarf að skapa gott umhverfi til að laða mannauðinn í þekkingarkjarnana þannig að fyrirtækin geti nýtt sér mannauðinn. Grunnþjónusta þarf að vera til staðar svo sem öflugir skólar og heilbrigðisþjónusta. Ekki er því nóg að aðeins einn þáttur sé í lagi heldur verður að hlúa að öllum þáttunum til þess að skapa sjálfbært samfélag.

Erindi Kristrúnar má nálgast hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024