13. maí 2014
Síðustu vikurnar hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs og hafa eftirtalin fyrirtæki gerst aðilar að ráðinu:
Alvogen
- Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi í 34 löndum.
- Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 2.000 starfsmenn sem vinna að því að byggja upp leiðandi og framsækið lyfjafyrirtæki.
- Alvogen sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja.
Sprettur
- Sprettur sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun sem styður við viðskiptaleg markmið og strategíu viðskiptavina.
- Starfsfólk Spretts byggir hugbúnaðarþróun sína á teymisvinnu.
- Sprettur er eigandi vörumerkjanna Agile Ísland og Lean Ísland.
VJI Ráðgjöf
- VJI Ráðgjöf býður upp á margþætta þjónustu á sviði rekstrarráðgjafar sem byggð er á áratuga
reynslu ráðgjafa VJI úr íslensku atvinnulífi og erlendum verkefnum.
- Hjá VJI starfa um 20 manns.
Viðskiptaráð býður ofangreind fyrirtæki velkomin í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum.