Viðskiptaráð Íslands

Vel heppnað Viðskiptaþing 2019

Húsfyllir var á Viðskiptaþingi sem haldið var í síðustu viku. Yfirskrift þingsins var: „Skyggni nánast ekkert – forysta í heimi óvissu.“ Á þinginu var horft til þeirra áskorana sem mæta leiðtogum á tímum óvissu, þegar óvissa ríkir meira að segja um óvissuna sjálfa.

Á þinginu fjölluðu Paul Polman, sem nýlega lét af störfum sem forstjóri Unilever, og Valerie G. Keller, forstjóri Beacon Institute um þær áskoranir sem viðskiptalífið um allan heim þarf að takast á við í heimi óvissu. Aðrir ræðumenn voru Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar. Auk þeirra fluttu fjórir ráðherrar örhugvekju um áskoranir leiðtoga á óvissutímum. Meðfylgjandi er myndaalbúm og myndbönd af þinginu. Fyrirlestrarnir sjálfir verða aðgengilegir jafnt og þétt næstu daga á miðlunarsíðum Viðskiptaráðs.

Myndaalbúm

Samantekt á myndbandi

Skyggni nánast ekkert - Forysta í heimi óvissu

Upphitun Bergs Ebba

Áttaviti leiðtogans - Ráðherraspjall

Tengt efni

Björn Brynjúlfur í stjórn HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024