Viðskiptaráð Íslands

Við leitum að sérfræðingi á hagfræðisviði

Viðskiptaráð Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á hagfræðisviði. Við leitum að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi sem vill krefjandi starfsreynslu og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Starfið er fjölbreytt og vinnur sérfræðingurinn náið með hagfræðingi og öðrum starfsmönnum ráðsins að málefnastarfi.

Helstu verkefni

  • Skrif úttekta, skýrslna, álita, umsagna um þingmál og gerð kynninga
  • Koma málefnum Viðskiptaráðs á framfæri við fjölmiðla og aðra hagaðila
  • Þátttaka í stefnumótun málefnastarfs Viðskiptaráðs
  • Skipulagning og undirbúningur viðburða eins og Viðskiptaþings
  • Aðstoða hagfræðing og aðra starfsmenn við ýmis verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólagráða í hagfræði eða viðskiptafræði
  • Viðeigandi starfsreynsla er æskileg
  • Brennandi áhugi á samfélagsmálum ásamt þekkingu á efnagslífinu og rekstrarumhverfi atvinnulífsins
  • Færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Færni l að setja fram gögn, kynningar og annað efni á góðan og skilmerkilegan hátt

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á konrad@vi.is. Umsóknarfrestur er til og með 22.mars 2018. Nánari upplýsingar veitir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, í síma 510 7100.

Viðskiptaráð Íslands var stofnað árið 1917 sem frjáls félagasamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi. Við bjóðum upp á lifandi vinnustað ásamt ríku tækifæri til að móta eigið starfsumhverfi.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024