Vilt þú móta íslenskt viðskiptaumhverfi?

Viðskiptaráð Íslands leitar að kraftmiklum einstaklingi sem hefur áhuga á að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Starfið er fjölbreytt og samanstendur meðal annars af skrifum og greiningarvinnu vegna útgáfu nýs efnis, miðlun í gegnum fjölmiðla og þátttöku í mótun stefnu ráðsins.

Helstu verkefni

  • Skrif blaðagreina, álita, umsagna um þingmál, skýrslna og gerð kynninga
  • Samskipti og tengslamyndun gagnvart fjölmiðlum og öðrum hagsmunaaðilum
  • Önnur miðlun efnis, til dæmis á samfélagsmiðlum
  • Þátttaka í stefnumörkun starfseminnar
  • Skipulagning viðburða á vegum ráðsins

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólagráða sem nýtist í starfi
  • Viðeigandi starfsreynsla æskileg
  • Grunnþekking á rekstrarumhverfi atvinnulífsins og áhugi á þjóðmálum
  • Frumkvæði og hæfileikar til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum
  • Færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á starfsumsokn@vi.is. Umsóknarfrestur er til og með 18. september 2016. Nánari upplýsingar veitir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í síma 510 7100.

Skoða auglýsingu

Tengt efni

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024

Viðskiptaráð leitar að framkvæmdastjóra

Viðskiptaráð Íslands er heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í ...
22. jan 2024

Vilt þú efla samkeppnishæfni Íslands?

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands. ...
5. des 2023