Viðskiptaráð Íslands

Hvert er mikilvægi vísisjóða í þjóðhagslegu samhengi?

Vísisjóðir leikið lykilhlutverk í að skapa nýjar útflutningsgreinar, sérstaklega ef við tökumst vel á við okkar helstu áskoranir.

Viðskiptaráð hefur unnið greiningu á þjóðhagslegu samhengi svokallaðra vísisjóða, en greiningin er á ensku og var unnin vegna morgunráðstefnu Framvís sem var frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Fjallað verður um greininguna og málefni vísisjóða í Föstudagskaffi Viðskiptaráðs í dag kl. 9. Útsendingu frá fundinum má finna hér.

Á síðustu árum hafa vísisjóðir vaxið að umfangi og áhrifum um allan heim. Skýrasta dæmið um áhrif vísisfjármagns, eða venture capital, er að flest framsæknustu tæknifyrirtæki heims hafa að miklu leyti verið fjármögnuð af slíkum sjóðum. Vöxturinn í umfangi þessara sjóða á heimsvísu hefur verið hreint ævintýralegur á síðustu árum. Ísland er að nokkru leyti þátttakandi í þessari þróun. Á síðustu árum hefur mikið fjármagn farið í sprota og fjárfestingar vísisjóða í ár munu nema að minnsta kosti 6,9 milljörðum króna. Það er meira en tvöföldun á því sem við höfum áður séð frá árinu 2015. Þetta sést líka í því að fjármögnun vísisjóða hér á landi er með því mesta sem gerist meðal OECD ríkja, ef við horfum til stærðar hagkerfisins. Þó þarf að hafa í huga að gögn um þetta eru ekki fyllilega samanburðarhæf milli landa.

Þrátt fyrir þennan meðbyr er hægt að gera ýmislegt til að vísisjóðir vaxi enn frekar og til að auka líkurnar á að það skili árangri. Dæmi um þetta er bætt samkeppnishæfni skattkerfisins, sem í dag er mun lakari en hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Þá mætti færa meiri sparnað til ráðstöfunar hjá einstaklingum, laða að erlenda sérfræðinga og auka áherslu á raun- og tæknigreinar í menntakerfinu auk þess að ryðja hindrunum úr vegi erlends fjármagns.

Draga má niðurstöðurnar saman í þrjú lykilatriði:

  1. Það er mikill meðvindur með íslensku vísisjóðasenunni og hún gæti gripið tækifærin í bættu umhverfi.
  2. Þjóðhagsleg áhrif fremur lítil enn sem komið er en það ætti, og mun að öllum líkindum, breytast.
  3. Vísisjóðir geta leikið lykilhlutverk í að skapa nýjar útflutningsgreinar, sérstaklega ef við tökumst vel á við okkar helstu áskoranir.

Skoða greiningu

Tengt efni

Tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif

Viðskiptaráð hefur metið efnahagsleg áhrif 150 loftslagsaðgerða stjórnvalda. …
18. september 2024

Allt að 43% lægra matvöruverð án tolla

Afnám tolla myndi lækka verð á matvörum um allt að 43%. Þetta kemur fram í nýrri …
8. ágúst 2024

Hvernig stóð ríkisstjórnin sig í vetur?

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum þingmála …
4. júlí 2024