Viðskiptaráð hefur gefið út enska kynningu á skoðuninni „Höggva þarf á hnútinn: Uppgjör þrotabúa föllnu bankanna.“ Útgáfunni er ætlað að hjálpa þeim erlendu aðilum sem áhuga hafa á stöðu þjóðarbúsins og málefnum þrotabúanna að kynna sér stöðu mála.
Enskt heiti útgáfunnar er „Cutting the Gordian Knot: Concluding the Winding-Up Proceedings of the Failed Banks‘ Estates.“ Útgáfuna má nálgast á pdf formi á þessari slóð.