Viðskiptaráð hefur gefið út glærukynningu á efni skýrslunnar „The Icelandic Economy: Current State, Recent Developments and Future Outlook“. Þar má finna myndir úr skýrslunni á aðgengilegu formi fyrir kynningar á íslensku efnahagslífi.
Kynninguna má nálgast á þessari slóð
Skýrsluna í heild má nálgast á þessari slóð
Viðskiptaráð hefur staðið fyrir útgáfu skýrslu á ensku um stöðu og þróun efnahags- og stjórnmála hérlendis frá haustinu 2008. Nýjasta útgáfa „The Icelandic Economy“ var gefin út í júlí síðastliðnum.
Miklar breytingar hafa átt sér stað á þeim tíma, en vegna skorts á upplýsingagjöf til erlendra aðila hefur skort heildaryfirsýn yfir þessar breytingar og stöðu mála. Skýrslan hefur síðustu ár verið notuð af bæði innlendum og erlendum aðilum til að kynna sér aðstæður í íslensku efnahagslífi.