Viðskiptaráð hefur birt kynningu með yfirliti yfir umfang og efnahagsleg áhrif innflutningstolla hérlendis. Kynningin var lögð fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á fundi starfsmanna ráðsins með nefndarmönnum vegna umsagnar um þingsályktunartillögu sem snýr að mótun viðskiptastefnu fyrir Ísland.