Viðskiptaráð Íslands

Unnið að stofnun Norðurslóða-viðskiptaráðs

Fulltrúar Viðskiptaráðs Íslands, Norðurslóðanets Íslands og utanríkisráðuneytisins skrifuðu á miðvikudag undir viljayfirlýsingu um stofnun Norðurslóða-viðskiptaráðs. Ráðið mun vinna, í samræmi við stefnu Íslands í málefnum norðurslóða, að því að byggja upp viðskiptasamstarf ríkja á svæðinu og búa þannig í haginn að Íslendingar geti keppt um þau atvinnutækifæri sem verða til í kjölfar aukinna efnahagsumsvifa á norðurslóðum.

Norðurslóða-viðskiptaráðið verður rekið í svipaðri mynd og önnur millilandaviðskiptaráð og er því ætlað að tengja saman fyrirtæki um allt land sem hagsmuni hafa af auknum umsvifum á norðurskautssvæðinu og að stuðla að upplýsingagjöf og upplýstri umræðu um málefni norðurslóða. Auk þess mun ráðið leggja sig fram um að starfa með stjórnvöldum, háskóla- og fræðasamfélaginu og áhugasömum aðilum til að samþætta vinnu og ýta undir ábatasama en ábyrga nýtingu væntanlegra atvinnutækifæra á norðurslóðum til lengri tíma litið fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélagið í heild.

Með framtakinu skapast mikilvægur samstarfsvettvangur íslensks atvinnulífs og aðila með víðtæka þekkingu á málefnum norðurslóða og alþjóðlegt tengslanet. Stefnt er að stofnfundi Norðurslóða-viðskiptaráðsins um miðjan maí næstkomandi þar sem m.a. verður kjörin stjórn yfir ráðið til að vinna málið áfram. Áhugasamir eru hvattir til að setja sig í samband við neðangreinda tengiliði.

Viljayfirlýsinguna má nálgast hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024