Opinber rekstur á Keflavíkurflugvelli

Kynning Hreggviðs Jónssonar, formanns Viðskiptaráðs, frá opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Reykjanesbæ er nú aðgengileg á vefnum. Í erindi sínu fjallaði Hreggviður um opinberan rekstur á Keflavíkurflugvelli. 

Kynninguna má nálgast hér

Í erindi Hreggviðs kom eftirfarandi m.a. fram:

  • Aðkoma einkaaðila að uppbyggingu í Keflavík getur skilað hinu opinbera margþættum ávinningi í formi sparnaðar, fyrirsjáanleika og hraðari uppbyggingar.
  • Helsta tímaskekkjan í rekstri ISAVIA ohf. eru umsvif félagsins á smásölumarkaði í gegnum Fríhöfnina.
  • Þar sem Fríhöfnin þarf ekki að standa skil á VSK eða tollum er samkeppnisstaðan skökk gagnvart öðrum.
  • Opna ætti fyrir einkafjármögnun framkvæmda á Keflavíkurflugvelli og leggja niður Fríhöfnina ehf.

Tengt efni

Aukið framboð af íþyngjandi kvöðum 

„Auðvitað eiga leikreglur á markaði að vera skýrar og stuðla að jafnræði milli ...
22. maí 2024

Þung skattbyrði og mikil verðbólga undirstrika þörf á aðhaldi

„Útgjaldavöxtur síðustu ára hefur kynt undir háa verðbólgu og valdið bæði ...
8. maí 2024

Má aðstoða hið opinbera? 

„Á meðan einkageirinn leiðir framleiðniaukninguna bendir ýmislegt til þess að ...
4. mar 2024