Viðskiptaráð Íslands

Banvænn biti? Lögverndun á íslenskum vinnumarkaði

Flestir vita að hérlendis þarf leyfi frá stjórnvöldum til að starfa við lækningar eða lögmennsku. Færri vita að hið sama á við um kökugerð, skrúðgarðyrkju og klæðskerasníði. Lögvernduðum atvinnugreinum hefur fjölgað verulega og í dag þarf leyfi stjórnvalda til að sinna 173 tegundum starfa á Íslandi.

Lögverndun er ávallt komið á í nafni neytendaverndar en í reynd ber hún mörg einkenni sérhagsmunagæslu. Í krafti lögverndunar geta þeir sem fyrir sitja hækkað verð til viðskiptavina sinna og hindrað aðgengi annarra að sömu störfum. Á sama tíma bendir reynslan ekki til þess að lögverndun leiði til bættrar þjónustu.

Lesa skoðun

Í skoðuninni kemur eftirfarandi fram:

  • Lögverndun nær til um 60 þúsund starfa hérlendis, sem jafngildir um þriðjungi allra starfa í landinu, samkvæmt áætlun Viðskiptaráðs.
  • Íslendingar eiga Norðurlandamet í lögverndun en hún er bæði víðtækari, meira íþyngjandi og yfirgripsmeiri en í grannríkjunum.
  • Lögverndun hækkar verð til viðskiptavina og eykur tekjur þeirra sem fyrir eru í stéttinni en hefur engin áhrif á gæði þeirrar þjónustu sem er veitt.
  • Stjórnvöld eru vanmáttug gagnvart þróuninni en tilraun til að endurskoða lögverndun iðnaðarstarfa árið 2012 rann út í sandinn í kjölfar samráðsferlis við fagfélög.

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að fylgja erlendum fordæmum og einskorða lögverndun við þær greinar þar sem hún skilar sannarlega ávinningi. Afnám lögverndunar í fjölmörgum atvinnugreinum myndi auka atvinnufrelsi, styðja við markmið stjórnvalda um aukna framleiðni, ýta undir nýsköpun og draga úr kostnaði fyrir bæði neytendur og fyrirtæki.

Lesa skoðun


Tengt efni

Veðjað á rangan hest: Umgjörð veðmálastarfsemi á Íslandi

Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir …
12. september 2024

Réttum kúrsinn: Umbætur í opinberu eftirliti

Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi …
27. ágúst 2024

Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mars 2024